Viðburðir

 • Ungir fjárfestar fá fimmtudaginn 10.nóvember kl.17:30 tækifæri til að heimsækja Icelandic Startups. Heimsóknin fer fram að Borgartúni 20, 3.hæð. Salóme Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri mun kynna starfsemina. Svo taka við panelumræður þar sem frumkvöðlar sem sótt hafa fjármagn fyrir sín nýsköpunarfyrirtæki sitja fyrir svörum. Í lokin verður boðið upp á léttar veitingar og spjall. Í boði eru 50 sæti – þannig að við hvetjum ykkur til að skrá ykkur sem fyrst. Skráning: https://www.eventbrite.com/e/heimsokn-til-icelandic-startups-tickets-29130604422  

 • October 13

  Our next event will be about Venture Capital. It will be held in room V102 in Reykjavik University and the speaker of the night will be Dr. Dimo Dimov a professor of Innovation and Entrepreneurship at University of Bath, School of Management. The event starts at 18:00 on Thursday the 13th of October. Dimo will speak about the nature of operation of venture capital, recent trends and key issues in venture capital among other things. Afterwards there will be plenty of time for questions. The event is open to everyone. See you next Thursday!

 • Aukinn óstöðugleiki hefur einkennt erlenda hlutabréfamarkaði undanfarna mánuði. Tölur um hríðlækkandi útflutning og áhyggjur af samdrætti í Kína hafa m.a. haft áhrif á markaði víða um heim. Seðlabanki Evrópu hefur gripið til róttækra aðgerða til að örva efnahag evruríkjanna og fróðlegt verður að sjá hvaða áhrif það mun hafa á næstu vikum og mánuðum. Fylgni íslenska markaðarins við þá erlendu hefur verið sáralítil, og jafnvel engin, síðustu ár. Með væntanlegu afnámi fjármagnshafta má þó færa rök fyrir því að íslenski markaðurinn sé orðinn nátengdari þeim erlendu. Vísbendingar eru um að markaðsaðilar geri mögulega ráð fyrir auknu fjármagnsflæði milli landa þó ekki sé búið að aflétta höftunum. Á slíkum tíma er […]

 • Aðalfundur Ungra fjárfesta verður haldinn fimmtudaginn 28. janúar kl. 17.30 í stofu V-101 í Háskólanum í Reykjavík. Dagskrá fundarins er eftirfarandi: Kosning fundarstjóra og fundarritara Skýrsla stjórnar lögð fram Reikningar lagðir fram til samþykktar Lagabreytingar Ákvörðun félagsgjalds Kosning stjórnar Önnur mál Að lokinni kosningu verður haldinn fyrirlestur en efni og ræðumenn verður auglýst þegar nær dregur. Framboðsfrestur í embætti stjórnar Ungra fjárfesta er til miðnættis fimmtudagsins 21. janúar. Samkvæmt samþykktum félagsins skal stjórn samanstanda af 6-7 einstaklingum sem skipa eftirfarandi embætti: Formaður Varaformaður Gjaldkeri Ritari Fræðslustjóri 1-2 meðstjórnendur Frambjóðendur eru beðnir um að senda tölvupóst á ungirfjarfestar@ungirfjarfestar.is með upplýsingum um nafn, kennitölu, embætti sem sóst er eftir og almennum upplýsingum […]

 • Björn Berg fræðslustjóri VÍB heldur erindi og fer yfir gagnlegar þumalputtareglur í fjárfestingum. Hvað þarf að gera, hvert á að snúa sér, hversu mikinn pening þarf til o.fl. spurningum verður svarað auk þess sem nægt rúm verður fyrir umræður í lokin. Að þessu sinni verðum við hjá VÍB á Kirkjusandi. Allir eru velkomnir en þar sem takmarkaður fjöldi sæta biðjum við áhugasama um að skrá sig hér:https://vib.is/fraedsla/fraedslufundir/fundur/2015/09/29/Hvernig-byrja-eg-ad-fjarfesta-Kirkjusandur-29.-september/

 • Hallsteinn Arnarson hjá IFS greiningu mun fræða áhugasama um tæknigreiningu og notkun hennar við fjárfestingar. Hallsteinn hefur notað tæknigreiningu við að greina innlenda og erlenda markaði frá árinu 1998 og skrifað fleiri hundruð yfirlita um erlenda hlutabréfa-, gjaldeyris- og hrávörumarkaði í starfi sínu hjá IFS.

 • Aðalfundur Ungra fjárfesta verður haldinn í Háskólanum í Reykjavík (stofu M105) þann 22. janúar næstkomandi klukkan 17:30. Eftir að formlegri dagskrá aðalfundar líkur (sem gera má ráð fyrir að taki stuttan tíma) mun Andrés Jónsson almannatengill flytja fyrirlestur. Fyrirlestur Andrésar, “Uppbygging orðspors og myndun tengsla” fjallar um mikilvægi orðspors og hvers virði stórt og gott tengslanet er í viðskiptum. Fyrirlesarinn Andrés Jónsson er einn reyndasti almannatengill landsins. Hann er eigandi fyrirtækisins Góð samskipti sem aðstoðar skjólstæðinga sína, íslensk og erlend fyrirtæki, stofnanir, sveitarfélög, félagasamtök og einstaklinga, við að eiga góð samskipti við hagsmunaaðila, stjórnvöld, fjölmiðla og almenning. Formleg dagskrá aðalfundar er eftirfarandi: 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara 2. Skýrsla stjórnar […]

 • Hvernig er skynsamlegt að haga sér í fjárfestingum, ávöxtun og varðandi skuldir? Rætt verður um algeng mistök og hvað þarf að hafa í huga þegar stórar fjárhagslegar ákvarðanir eru teknar? Stutt og skemmtilegt námskeið sem borgar sig að mæta á. Fyrirlesarar eru Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri fræðslu og viðskiptaþróunar VÍB og Kolbrún Kolbeinsdóttir, hjá fagfjárfestaþjónustu VÍB. Stofa V101 í Háskólanum í Reykjavík Event á facebook

 • “SKRÁNING NEÐAR Í SKILABOÐUM” Fimmtudaginn 12. júní ætlar Landsbankinn að bjóða okkur í heimsókn og halda fyrir okkur tvo virkilega áhugaverða fyrirlestra. Fyrirlestur 1: Hvað gera starfsmenn á verðbréfasviði? – Ætlunin er að segja aðeins frá vinnudeginum og tengingu milli ólíkar sviða sem tengjast verðbréfamarkaðnum. Markmiðið er að sýna fram á fjölbreytni starfa og gefa innsýn í hvað starfmenn sem sýsla með verðbréf gera í vinnunni Fyrirlestur 2: Samspil tæknigreiningar og grunngreiningar á hlutabréfum. – Sigurður B. Stefánsson og Svandís Rún Ríkharðsdóttir ætla að fara yfir mismunandi greiningaaðferðir á hlutabréfum. Í framhaldi af því verður kokteill í boði Landsbankans. Þar sem það er takmarkaður sætafjöldi í boði þarf fólk að […]