Aðalfundur Ungra fjárfesta var haldinn fimmtudaginn 28. janúar kl. 17.30 í stofu V-101 í Háskólanum í Reykjavík.

Dagskrá fundarins var eftirfarandi:

  • Kosning fundarstjóra og fundarritara
  • Skýrsla stjórnar lögð fram
  • Reikningar lagðir fram til samþykktar
  • Lagabreytingar
  • Ákvörðun félagsgjalds
  • Kosning stjórnar
  • Önnur mál

Að lokinni formlegri dagskrá aðalfundar flutti Vignir Þór Sverrisson hjá VÍB erindi um stöðuna á erlendum mörkuðum og þá möguleika sem opnast fyrir íslenska fjárfesta við afléttingu fjármagnshafta.

Úrslit kosninga í stjórn Ungra fjárfesta sem fóru fram á aðalfundi eru eftirfarandi:

Formaður: Einar Páll Gunnarsson
Varaformaður: Gunnar Ingi Ágústsson
Ritari: Jara Dögg Sigurðardóttir
Gjaldkeri: Bessí Þóra Jónsdóttir
Fræðslustjóri: Vilhjálmur Þór Svansson
Meðstjórnendur: Ingólfur Árni Gunnarsson og Margrét Lilja Hrafnkelsdóttir

Ársskýrsla-Kynning

Ársskýrsla