Kæru félagsmenn.
Næsti fundur Ungra fjárfesta verður haldinn í Háskólanum í Reykjavík þann 25. febrúar næstkomandi kl. 17:30. Yfirskrift fundarins er: Þróun olíuverðs og áhrif þess á Ísland.

Á fundinum verða þeir Heiðar Már Guðjónsson, fjárfestir og hagfræðingur, og Viðar Ingason, hagfræðingur hjá VR, með erindi.

Auk þess verður kosinn fræðslustjóri félagsins sem er nýtt embætti. Óskað er eftir framboðum í embættið. Framboðsfrestur er til miðnættis miðvikudagsins 18. febrúar. Frambjóðendur eru beðnir um að senda tölvupóst ungirfjarfestar@ungirfjarfestar.is með upplýsingum um nafn, kennitölu og viðeigandi upplýsingum um frambjóðanda.

Fræðslustjóri sér um upptöku funda og hefur umsjón með heimasíðu félagsins.

Frekari upplýsingar um fundinn munu birtast á facebook síðu félagsins: https://www.facebook.com/ufjarfestar

Stjórn Ungra fjárfesta