Kosningar í stjórn Ungra fjárfesta 2016

Frambjóðendur í formann:

 • Einar Páll Gunnarsson

Frambjóðendur í varaformann:

 • Baldur Arnarsson

Ég heiti Baldur Fannar Arnarsson og er 23 ára nemi í hagfræði við Háskóla Íslands og starfa í innkaupadeild hjá Innnes. Mitt helsta áhugasvið liggur í fjármálum og stjórnun, tel ég mig því henta til að gegna embætti varaformanns. Ég er opinn fyrir því að takast á við verkefni af öllum toga, tel mig vera úrræðagóðan, jákvæðan og duglegan. Mannleg samskipti eru mér eðlislæg og hafa alltaf verið ein af mínum sterku hliðum. Ég hef ekki mikla reynslu en tel Unga Fjárfesta vera góðan stað til að læra og vaxa á þessu sviði og kynnast fjármálaheiminum enn betur. Ég ef tekið þátt í starfinu hjá Ungum Fjárfestum hingað til einungis með því að mæta á fundi en langar að gera meira.

 ———————————————————————-

 • Gunnar Ingi Ágústsson

Ég útskrifaðist með B.A. gráðu í lögfræði frá lagadeild Háskólans í Reykjavík árið 2011 og M.L. gráðu í lögfræði frá sama skóla árið 2013. Á meðan á námi mínu stóð við lagadeild Háskólans í Reykjavík stundaði ég skiptinám við lagadeild háskólans í Uppsala, Svíþjóð. Ég var einnig varaformaður Lögréttu, félags laganema við Háskólann Í Reykjavík frá árinu 2010 til 2011. Ég lauk einnig minni seinni mastersgráðu, LL.M. gráða, í International Business Law, við háskólann í Tilburg, Hollandi.

Ég vinn í dag sem blaðamaður á Viðskiptablaðinu. Ég er því daglega í hringiðu alls sem er að gerast í viðskiptalífinu og mun því annars vegar geta komið með hugmyndir af áhugaverðum fundarefnum og hins vegar áhugaverðum aðilum til að halda framsögu á þeim fundum. Reynsla mín af fjölmiðlum á auk þess eftir að koma félaginu mjög vel, bæði almennt við að koma félaginu enn frekar á framfæri auk þess að gæta vel að orðspori félagsins út á við.

Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á viðskiptum, ég hef verið meðlimur í Ungum fjárfestum frá því að félagið var stofnað og hef verið duglegur að sækja fundi þess, að undanskildum þeim tíma sem ég bjó erlendis.

 ———————————————————————-

 • Hilmar Freyr Kristinsson

Ég er viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Ég hef víðtæka reynslu af félagsstörfum. Ég er einn af stofnendum Ungra fjárfesta og sinnti hlutverki gjaldkera í fyrstu stjórninni, er formaður Æskulýðssjóðs og gjaldkeri Sambands ungra sjálfstæðismanna. Ásamt þessu hef ég sinnt dæmatímakennslu í Háskólanum í Reykjavík og starfað í bráðum hátt í ár hjá Kviku fjárfestingabanka.

 ———————————————————————-

 • Hilmar Freyr Loftsson

Ég heiti Hilmar Freyr Loftsson og er að leggja lokahönd á Bsc. í viðskiptafræði frá HÍ. Veturinn 2012-2013 var ég í skiptinámi hjá Copenhagen Business school. Sumarið 2014 ákveð ég að taka námskeiðið “Foundation of trading programme” við Academy Of financial trading. Samhliða er ég að klára verðbréfamiðlun sem ég klára í vor hjá Háskóla Reykjavíkur. Ég hef starfað sem sérfræðingur hjá Fiskistofu og starfa í dag hjá Bílabúð Benna sem sölu – og þjónustufulltrúi Porsche  – og ég er að vinna að stofnun fyrirtækis tengt sjávarútveginum.

 ———————————————————————-

 • Ómar Sindri Jóhansson

Ég heiti Ómar Sindri Jóhannsson og á öðru ári í fjármálaverkfræði við Háskólann í Reykjavík. Ástæðan fyrir að sækja um stöðu Varformanns er vegna  gífurlegs áhuga á fjármálamörkuðum og finnst Ungir fjárfestar vera að gera gott framlag. Ég hef unnið síðasta sumar- og jólafríi hjá Landsbankanum, og þar áður hjá Íslandspóst. Ég er félagslyndur og fljótur að læra, á mjög gott með samskipti við fólk, harðduglegur og úrræðagóður.

Frambjóðendur í ritara:

 • Jara Dögg Sigurðardóttir

Frambjóðendur í gjaldkera:

 • Bessí Þóra Jónsdóttir

Frambjóðendur í fræðslustjóra:

 • Vilhjálmur Þór Svansson

Frambjóðendur í meðstjórnanda(2 stöður):

 • Margrét Lilja Hrafnkelsdóttir
 • Ingólfur Árni Gunnarsson