Kosningar í stjórn Ungra fjárfesta 2015

Frambjóðendur í formann:

 • Alexander Freyr Einarsson  ég og býð mig fram sem formann Ungra Fjárfesta fyrir árið 2015. Ég nem hagfræði við Háskóla Íslands og er á 2. ári. Ég hef starfað sem íþróttafréttamaður á Fótbolta.net í sjö ár og þá er ég ritstjóri Hjálma, tímarits hagfræðinema við HÍ sem kemur út í rúmlega 8.000 eintökum með Viðskiptablaðinu í febrúar næstkomandi.
  Þá stundaði ég nám við Stanford háskóla síðasta sumar, þar sem ég lærði meðal annars fjármálahagfræði hjá virtum sjóðstjóra í Kísildalnum. Ég hef eins og gefur að skilja brennandi áhuga á fjármálum og vil gjarna byggja á það frábæra starf sem hefur verið unnið hér hjá Ungum Fjárfestum.

10934441_10153067803774490_1893794802_n

 

———————————————————————-

 • Undirritaður, Alexander Jensen Hjálmarsson, býður sig hér með fram til formanns Ungra fjárfesta.

Er með B.Sc. gráður í iðnaðarverkfræði og viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og er að vinna lokaverkefni í meistaranámi í fjármálaverkfræði við Háskólann í Reykjavík samhliða starfi. Hef starfað sem sérfræðingur í fjárfestingum hjá Sjóvá-Almennum tryggingum frá því í desember 2013. Starfa auk þess sem dæmatímakennari í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands ásamt því að kenna ýmis undirbúningsnámskeið í viðskiptafræði, m.a. fyrir Nóbel námsbúðir.

10937704_10205394293599858_1678668680_n

 ———————————————————————-

Frambjóðendur í varaformann:

 • Ég sækist eftir framboði varaformanns.Nafn Arnar Bjartmarz. 26 ára mastersnemi á 4 ári í lögfræði við Háskóla Íslands með áherslu á félaga og skattarétt. Hef frá því í grunnskóla lagt spariféð í verðbréf, aðallega hlutabréf bæði innanlands og erlendis og haft mikinn áhuga á hlutabréfum og annarri fjárfestingu.
 • arnar

 ———————————————————————-

 • Einar Páll Gunnarsson heiti ég og býð mig fram í embætti varaformans í stjórn Ungra Fjárfesta. Ég er viðskiptafræðinemi við Háskólann í Reykjavík og hef mikinn áhuga á fjármálum. Í gegnum tíðina hef ég unnið sem gjaldkeri, sölumaður og leiðbeinandi. Nú er ég framkvæmdastjóri fyrirtækis sem sérhæfir sig í námskeiðum á framhalds- og háskólastigi. Einnig hef ég unnið við vefsíðusmíð og er í Góðgerðarnefnd Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík.
 • EinarP

 ———————————————————————-

 • Eiríkur Ársælsson heiti ég og vil sækja um stöðu varaformanns í stjórn ungra fjárfesta. Ég hef reynslu af stjórnarstörfum og ég sit nú sem forseti Baldurs, félags ungra sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi. Ég er á öðru ári í fjármálaverkfræði í HR og hef mikinn áhuga á almennri fjármálastarfsemi, auk þess sem ég hef verið virkur á hlutabréfa og skuldabréfamarkaði í tæp 4 ár. Ég er ábyrgur, hress og opinn einstaklingur, en er umfram allt er ég spenntur fyrir starfsemi Ungra Fjárfesta og langar að stuðla að og bæta það frábæra starf sem þegar hefur verið hafið.

eirikurar

 

Frambjóðendur í ritara:

 • Ég heiti Bessí Þóra Jónsdóttir og býð mig fram í embætti ritara í stjórn Ungra Fjárfesta. Er nemandi í sálfræði í Háskólanum í Reykjavík. Hef starfað sem gjaldkeri hjá BL í tæp 3 ár og er í Góðgerðarnefnd Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík. Ég hef mikinn áhuga á fjárfestingum og hlakka til að taka þátt í starfi Ungra Fjárfesta.
 • bessiuf

  ———————————————————————-

 • Ingvi Þór Georgsson

Langar að bjóða mig fram í ritara þar sem ég hef mikinn áhuga á því sem snýr að skipulagningu fræðslufunda og markaðsmálum tengdum Ungir fjáfestar. Er Alþjóðaviðskiptafræðingur(M.Sc.) frá HR og sat meðal annars í stjórn ESN Reykjavík þar sem ég var markaðsstjóri. Tók grunnám í viðskiptafræði í Bandaríkjunum og hef verið skiptinemi í Osló þar sem ég sá um Fjármálstöðupróf Bloomberg sem og á Íslandi. Hef mikinn áhuga á fjárfestingum og vill efla fræðslu tengda fyrstu skrefum, lántöku og fleiru efni sem tengist fjárfestingum.

Ferilskrá má nálgast á LinkedIn. linkedin.com/in/ingvigeorgsson/

SAMSUNG CSC

 ———————————————————————-

 •  Sigurður Kristinn Jóhannesson. Ég

   býð mig fram til að gegna embætti ritara hjá Ungum Fjárfestum. Framsækinn og metnaðarfullur lokaársnemi í vél-og orkutæknifræði við Háskólann í Reykjavík. Fór í skiptinám til Madrid hjá UC3M. Ég útskrifaðist af viðskiptafræðibraut frá Verslunarskóla Íslands.

  Samhliða námi hef ég starfað sem launafulltrúi hjá Bíla Áttunni undanfarin ár. Einnig hef ég umsjá með vefsíðu fyrirtækisins. Í afleysingum starfa ég sem einkabílstjóri sendiherra Indlands.  Ég hef brennandi áhuga á fjárfestingum, því hlakkar mig til að takast á við þetta verkefni og taka þátt í frekari uppbyggingu á góðu starfi Ungra Fjárfesta.

sigurdur 

Frambjóðendur í gjaldkera:

 •  Ég heiti Sandra Björk Ævarsdóttir og mig langar að bjóða mig fram í stöðu gjaldkera. Ég stunda núna mastersnám í Fjármálahagfræði í Háskóla Íslands og fyrir er ég með Bsc. gráðu í Fjármálaverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Ég hef ekki verið mikið á vinnumarkaði en hef unnið bæði hjá Fjárvakri í viðskiptabókhaldi og hjá Straumi fjárfestingarbanka í áhættustýringu.
 • sandra

 

Frambjóðendur í meðstjórnanda(2 stöður):

 • Nafn: Elvar Þór Karlsson

Embætti: Meðstjórnandi

Um mig: Ég heiti Elvar, er 25 ára gamall. Ég stofnaði og byggði upp CrossFit Stöðina, og sameinaði við BootCamp ehf. Ég er í dag framkvæmdarstjóri í einu stærsta þvottahúsi landsins, Svanhvít. Ásamt því að sinna ýmsum verkefnum á eigin vegum. Ég hef brennandi áhuga á öllu sem snýr að viðskiptum og að ávaxta fjármuni. Ég er vanur stjórnunarstöðum, að sýna frumkvæði og koma hlutum í verk. Vil nýta mína styrkleika í þetta skemmtilega verkefni sem Ungir Fjárfestar eru. Er í dag í fjarnámi í viðskiptafræðum í Háskólanum í Reykjavík.

 ———————————————————————-

 • Ég heiti Ingólfur Árni Gunnarsson og sækist eftir embætti meðstjórnanda. Ég stundaði grunnnám í viðskiptafræði við Háskólann Í Reykjavík og University of Sydney í Ástralíu en stunda nú nám í meistaranámi í fjármálum í HÍ. Ég hef brennandi áhuga á fjármálum og hef tekið virkan þátt í félagsstarfi Ungra Fjárfesta frá stofnun félagsins. Mig langar að efla félagið enn frekar og leggja meðal annars meiri áherslu á fjármál einstaklinga sem og fyrirtækja utan skipulagðra verðbréfamarkaða.

  ungir

   

 

 ———————————————————————-

 • Nafn: Jóel Daði Ólafsson, 23 ára.

Embætti sem sóst er eftir: Meðstjórnandi

Fæddur og uppalinn í Svíþjóð en flutti til Íslands í lok grunnskóla. Stundaði nám við Verslunarskóla Íslands á viðskiptabraut, þaðan lá leiðin beint í viðskiptafræði í Háskóla Reykjavíkur (HMV) þar sem ég stunda nám samhliða fullu starfi. Á skóla göngu minni hef ég afrekað að vera á forsetalista fimm sinnum og að fara í skiptinám í Copenhagen Business School. Ég starfa sem sérfræðingur í útflutningi hjá Samskipum, þar sem ég ber ábyrgð á tekjueftirliti útflutningsdeildar.

Hef tekið virkan þátt hjá ungum fjárfestum frá stofnun félagsins og hef ég mikinn áhuga á að leggja mitt af mörkum sem meðstjórnandi félagsins. ​

Jóel Daði Ólafsson