Ungir fjárfestar fá fimmtudaginn 10.nóvember kl.17:30 tækifæri til að heimsækja Icelandic Startups. Heimsóknin fer fram að Borgartúni 20, 3.hæð.

Salóme Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri mun kynna starfsemina. Svo taka við panelumræður þar sem frumkvöðlar sem sótt hafa fjármagn fyrir sín nýsköpunarfyrirtæki sitja fyrir svörum. Í lokin verður boðið upp á léttar veitingar og spjall.

Í boði eru 50 sæti – þannig að við hvetjum ykkur til að skrá ykkur sem fyrst.

Skráning: https://www.eventbrite.com/e/heimsokn-til-icelandic-startups-tickets-29130604422