“SKRÁNING NEÐAR Í SKILABOÐUM”
Fimmtudaginn 12. júní ætlar Landsbankinn að bjóða okkur í heimsókn og halda fyrir okkur tvo virkilega áhugaverða fyrirlestra.

Fyrirlestur 1: Hvað gera starfsmenn á verðbréfasviði?
– Ætlunin er að segja aðeins frá vinnudeginum og tengingu milli ólíkar sviða sem tengjast verðbréfamarkaðnum. Markmiðið er að sýna fram á fjölbreytni starfa og gefa innsýn í hvað starfmenn sem sýsla með verðbréf gera í vinnunni

Fyrirlestur 2: Samspil tæknigreiningar og grunngreiningar á hlutabréfum.
– Sigurður B. Stefánsson og Svandís Rún Ríkharðsdóttir ætla að fara yfir mismunandi greiningaaðferðir á hlutabréfum.

Í framhaldi af því verður kokteill í boði Landsbankans.

Þar sem það er takmarkaður sætafjöldi í boði þarf fólk að skrá sig hér:https://docs.google.com/a/ungirfjarfestar.is/forms/d/15WL9XHB8hA7gwfcH7gs0tlHIZE7Qky2vsbMqqMWjI28/viewform?usp=send_form

Lokað verður fyrir skráningu þegar fyllt hefur verið í öll sæti og biðjum við fólk að skrá sig ekki nema það ætli sér að mæta.