Aðalfundur Ungra fjárfesta verður haldinn í Háskólanum í Reykjavík (stofu M105) þann 22. janúar næstkomandi klukkan 17:30.

Eftir að formlegri dagskrá aðalfundar líkur (sem gera má ráð fyrir að taki stuttan tíma) mun Andrés Jónsson almannatengill flytja fyrirlestur.

Fyrirlestur Andrésar, “Uppbygging orðspors og myndun tengsla” fjallar um mikilvægi orðspors og hvers virði stórt og gott tengslanet er í viðskiptum. Fyrirlesarinn Andrés Jónsson er einn reyndasti almannatengill landsins. Hann er eigandi fyrirtækisins Góð samskipti sem aðstoðar skjólstæðinga sína, íslensk og erlend fyrirtæki, stofnanir, sveitarfélög, félagasamtök og einstaklinga, við að eiga góð samskipti við hagsmunaaðila, stjórnvöld, fjölmiðla og almenning.

Formleg dagskrá aðalfundar er eftirfarandi:

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Skýrsla stjórnar lögð fram
3. Reikningar lagðir fram til samþykktar
4. Lagabreytingar
5. Ákvörðun félagsgjalds
6. Kosning stjórnar og tveggja endurskoðenda
7. Önnur mál

Framboðsfrestur í embætti stjórnar Ungra fjárfesta er til miðnættis laugardaginn 17. janúar. Frambjóðendur eru beðnir um að senda tölvupóst á ungirfjarfestar@ungirfjarfestar.is með upplýsingum um nafn, kennitölu, embætti sem sóst er eftir og almennum upplýsingum um frambjóðanda. Kosið verður á aðalfundi.

Þá geta félagsmenn lagt til lagabreytingar og þarf að senda þær á netfangið ungirfjarfestar@ungirfjarfestar.is fyrir miðnætti laugardaginn 17. janúar.

Stjórn Ungra fjárfesta