Aðalfundur Ungra fjárfesta verður haldinn fimmtudaginn 28. janúar kl. 17.30 í stofu V-101 í Háskólanum í Reykjavík. Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

 • Kosning fundarstjóra og fundarritara
 • Skýrsla stjórnar lögð fram
 • Reikningar lagðir fram til samþykktar
 • Lagabreytingar
 • Ákvörðun félagsgjalds
 • Kosning stjórnar
 • Önnur mál

Að lokinni kosningu verður haldinn fyrirlestur en efni og ræðumenn verður auglýst þegar nær dregur.

Framboðsfrestur í embætti stjórnar Ungra fjárfesta er til miðnættis fimmtudagsins 21. janúar. Samkvæmt samþykktum félagsins skal stjórn samanstanda af 6-7 einstaklingum sem skipa eftirfarandi embætti:

 • Formaður
 • Varaformaður
 • Gjaldkeri
 • Ritari
 • Fræðslustjóri
 • 1-2 meðstjórnendur

Frambjóðendur eru beðnir um að senda tölvupóst á ungirfjarfestar@ungirfjarfestar.is með upplýsingum um nafn, kennitölu, embætti sem sóst er eftir og almennum upplýsingum um frambjóðanda, hámark 200 orð (t.d. nám og starfsreynsla).

Þá geta félagsmenn lagt til lagabreytingar og þarf að senda þær á netfangið ungirfjarfestar@ungirfjarfestar.is fyrir miðnætti laugardaginn 17. janúar.